Atriði vikunnar – Okkar á milli

Atriði þessarar viku er úr Okkar á milli. Eitthvertíman hét hún samt Í hita og þunga dagsins, en sá titill varð á endanum bara undirtitillinn. Svo fullt nafn á myndinni er Okkar á milli: Í hita og þunga dagsins.

Merkileg mynd. Mikið af furðulegum atriðum. Hún segir frá Benjamín sem er ný búinn að missa besta vin sinn og vinnufélaga. Hann vinnur hjá orkuveitunni og lagði mikið kapp í verkefni sem kallast LSD, Lang Stæðsti Draumurinn. Það er þá risavaxin virkun við Jökulsá á Dal (Kárahnjúkavirkjun?).

Hrafn Gunnlaugsson var greinilega ekki hræddur við að koma með frumstæðri og hressilegri tónlist sem hefur ært margann manninn og myndatöku sem getur bara talist áhugaverð. Mikið af víðri linsu og yfirleitt bara „one shot“. Í þessu atriði er Benjamín að kveðja son sinn sem er að fara út í nám. Einstaklega heft samband milli þeirra og lítur helst út eins og að þeir þekkist ekki. Þegar flugvélin tekur sig á loft þá fer Benjamín en og aftur í eitthvað hugarflug og ímyndar sér hvernig hann hefði helst viljað hveðja son sinn.

Í næstu viku verður sýnt úr fyrstu íslensku kvikmyndinni sem ég sá sem ungur drengur, Hin helgu vé, og man þá aðalega eftir þessu atriði. Ef þú mannst eftir eitthverju atriði sem ég hef ekki enþá sýnt, sendu mér þá mail á steinninn@kvikmyndir.is