Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Okkar á milli: Í hita og þunga dagsins 1982

(Okkar á milli)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. ágúst 1982

92 MÍNÍslenska
Myndin var útnefnd sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunakeppninnar 1983 og hefur verið sýnd víða um heim. „Draumaprinsinn“ með Ragnhildi Gísladóttur var valið vinsælasta lag ársins 1983.

Myndin fjallar um Benjamín Eiríksson, verkfræðing á miðjum aldri sem stendur á tímamótum. Börnin hans eru að flytja að heiman og hjónin verða ein eftir, en óbrúanlegt bil virðist vera á milli þeirra. Hann þráir fyllingu í lífið og hefur leit að nýju upphafi.

Aðalleikarar

Ekki eins og hinar
Oft finnst mér fólk koma með stereotýpu á íslenskar kvikmyndir, og þegar ég segi fólk, þá er ég að tala um sjálfan mig. Þær eru ekki með neinn endi, þær eru hitt, þær eru þetta, þær eru allar eins. Okkar á milli er ekki eins og allar hinar myndirnar. Og í raun eru íslenskar kvikmyndir allar einstakar. En Okkar á milli fer nýjar slóðir, og ég hef ekki séð neinn þora að fara sömu spor aftur. Víðlinsan er mikið notuð. Tónlistin er hrá og spennandi. En það skemmtilegasta við hana er hugmyndaflugið sem aðalpersónan hefur. Eftir að missa besta vin sinn þá fer hann svolítið að missa vitið, og við sjáum hann í mjög venjulegum aðstæðum og fáum innsýn í þær hugsanir sem koma upp í kollinn á honum. Ég veit ekki hvort að ég hafi fengið neitt sérstaklega út úr því að horfa á hana, skildi ekki neitt eftir sig nema bara „vá, ég hef ekki séð svona mynd áður“.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn