Arrival heillaði flesta um helgina

Geimveruheimsóknarmyndin Arrival fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina. Myndin er eftir leikstjórann Denis Villeneuve, þann sama og gerði Sicario og Prisoners, og um frábæra tónlistina í myndinni sér Jóhann Jóhannsson, rétt eins og í Sicario og Prisoners.

Þrjátíu og ein mynd er á íslenska bíóaðsóknarlistanum þessa vikuna, sem er með því mesta sem gerist.

amy-adams

Toppmynd síðustu tveggja vikna, Marvel ofurhetjumyndin Doctor Strange, fellur niður í annað sætið og í þriðju sæti eru litlu lukkutröllin í Tröll, og standa í stað á milli vikna.

Auk Arrival eru fimm aðrar nýjar myndir á aðsóknarlistanum; The Light Between Oceans fer beint í sjöunda sætið, Slack Bay fer beint í 24. sætið, Svarta gengið fer beint í 27. sætið, Aumingja Ísland situr í 29. sætinu og að lokum þá er uppvakningamyndin The Girl with All the Gifts í 30. sæti eftir sýningar helgarinnar.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

box-1 box-2