Eins og allir vita eru þau Darren Aronofsky, Russel Crowe, Emma Watson og Anthony Hopkins komin til landsins og vinnsla á biblíuepíkinni um örkina hans Nóa, sem ber hinn frumlega titil Noah, er á fullu í gangi. Þetta er draumaverkefni Aronofsky ef marka má tvístin á twitter-síðunni hans, en óskarstilnefndi leikstjórinn hefur verið duglegur að skella inn ljósmyndum tengdum undirbúning myndarinnar hérlendis á síðunni.
Hér fyrir neðan má sjá ljósmyndirnar sem Aronofsky hefur skellt inn á síðuna sína með meðfylgjandi ummælum leikstjórans:
„I dreamt about this since I was 13. And now it’s a reality. Genesis 6:14 #noah:“
„respect the ancient moss:“
„figuring out cable cam shots #noah:“
Sú neðsta kom inn fyrir örstuttu en hægt er að fylgjast frekar með twitter-num hans Aronofsky hér. Tökur munu meðal annars eiga sér stað í Fossvoginum samkvæmt IMDB en stór hluti myndarinnar er tekinn upp hérlendis ásamt því að hún verður einnig tekin upp í New York.
Myndin er væntanleg 2014 og er hún farinn að skapa mikla eftirvæntingu meðal fréttamiðla hérlendis og erlendis.
Enda ekkert smá teymi á bakvið myndina. Hversu spennt eruð þið, kæru lesendur, á skalanum 1-10? (eða 10-10?)