Apaplánetuleikari látinn

Booth Colman, sem er frægur fyrir að leika apa og vísindamann í sjónvarpsseríunni Planet of the Apes frá áttunda áratug síðustu aldar, lést þann 15. desember sl., 91 árs að aldri.

Colman lést í svefni í Los Angeles.

booth-colman

Leikarinn fæddist í Portland í Oregon fylki, og stundaði nám við háskólann í Washington,  og háskólann í Michigan. Hann hóf feril sinn í útvarpi áður en hann sneri sér að leiklist.

Í seinni heimsstyrjöldinni þá starfaði hann við njósnadeild hersins, þar sem hann gat nýtt sér tungumálakunnáttu sína.

Coman lék í fjölda Broadway leikrita, og lék m.a. Skrögg í jólasögu Dickens, í mörgum uppfærslum. Árið 1974 fékk hann hlutverk Dr. Zaius í Planet of the Apes, sem er er eitt þekktasta hlutverk hans.

Þá lék hann í sjónvarpsþáttum eins og Star Trek, The Waltons, 77 Sunset Strip, My Name Is Earl og Frasier. Hann lék einnig í mynd Coen bræðra frá árinu 2003,  Intolerable Cruelty, ásamt George Clooney og Catherine Zeta-Jones.