ætlar Miramax kvikmyndaverið að leggja út í ENN eina Scary Movie myndina. Eftir að þriðja myndin, Scary Movie 3, sló hressilega í gegn, var strax farið að plana fjórðu útgáfuna. Ólíklegt er að eina manneskjan sem hefur leikið í öllum þremur myndunum hingað til, Anna Faris, muni snúa aftur í fjórða sinn, en samningur hennar hljómaði einungis upp á þrjár myndir. Handritshöfundurinn Craig Mazin er þegar byrjaður að vinna að handritinu, og búast má við því að eitthvað af Wayans genginu muni láta sjá sig.

