Andlát: Þorfinnur Guðnason

Kvikmyndagerðarmaðurinn Þorfinnur Guðnason er látinn, 55 ára að aldri. Eins og segir á sjónvarps- og kvikmyndavefnum Klapptré þá var Þorfinnur einn helsti heimildamyndasmiður Íslendinga og á að baki fjölda slíkra verka.

þorfinnur

Á vefsíðunni segir að listamaðurinn hafi útskrifast árið 1987 frá California College of Arts and Crafts þar sem hann lagði stund á nám kvikmyndagerð. Í framhaldi af því hóf hann störf hjá Sjónvarpinu þar sem hann starfaði um árabil sem myndatökumaður, klippari og dagskrárgerðarmaður, en sneri sér að heimildamyndagerð um miðbik tíunda áratugarins og fyrsta mynd hans af því tagi var Húsey og síðan hin vinsæla; Hagamús: með lífið í lúkunum.

Á eftir henni fylgdu Lalli Johns frá árinu 2001, Grand Rokk, Hestasaga og svo Draumalandið árið 2009 sem hann vann í samstarfi við Andra Snæ Magnason rithöfund. Sú mynd er mest sótta heimildamynd íslenskrar kvikmyndasögu og hlaut Edduverðlaun sem heimildamynd ársins.  Á eftir henni kom Garðarshólmi árið 2010, Bakka-Baldur 2011 og svo síðasta mynd hans Víkingó.

Þorfinnur fékk fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín og myndir hans voru sýndar á ótal hátíðum um allan heim.

 

Stikk: