Andardráttur Erlends sigraði

Á nýafstaðinni Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík var blásið til stuttmyndakeppni, sem var dálítið sérstök þar sem myndirnar máttu ekki vera lengri en ein mínúta.

BREATHE STILL

Sendar voru inn hátt í eitt hundrað myndir, en þema keppninnar var „Loft“.

Sigurvegari keppninnar var Erlendur Sveinsson með mynd sína „Breathe“, eða Andardráttur í lauslegri þýðingu, en hægt er að horfa á myndina hér fyrir neðan:

Um tónlist í myndinni sá Einar Sverrir Tryggvason, kvikmyndataka var í höndum Viggó Hanssonar og Erlends, Oddur Elíasson framleiddi og um hljóðvinnslu sá Smári Snær Eiríksson. 

Leikarar í myndinni voru eins og segir í texta með myndinni „… annað hvort algjörlega ókunnugt fólk eða nánir vinir.“

erlendur

Hér tekur Erlendur við sigurverðlaununum úr hendi starfsfólks RIFF.