Rapparinn DMX og framleiðandinn Joel Silver, sem hafa unnið saman að myndunum Exit Wounds og Romeo Must Die, eru nú að fara að gera sína þriðju mynd saman. Mun Silver framleiða myndina sem verður Hollywood endurgerðin á hinni klassísku kvikmynd M, sem Fritz Lang gerði árið 1931. Myndin fjallar um glæpaforingja sem neyðist til þess að hjálpa lögreglunni að finna barnamorðingja sem gengur laus í borginni því að örvænting borgarbúa hefur áhrif á viðskipti hans. Myndinni verður leikstýrt af Andrzej Bartkowiak sem leikstýrði bæði Romeo og Exit Wounds.

