Alien: Covenant – Fyrsta plakat og nýr frumsýningardagur

Tökum á nýju Alien myndinni Alien: Covenant, lauk í júlí sl. og aðdáendur bíða nú spenntir eftir að sjá fyrstu stiklu. Í dag birtum við hinsvegar fyrsta plakatið fyrir myndina, en þar er í aðalhlutverki Xenomorph geimveran geðþekka, sem flestir ættu að þekkja úr fyrri Alien myndum.

Á plakatinu er eitt sem kemur á óvart, en það er frumsýningardagurinn, sem þar er sagður vera 19. maí á næsta ári, en upphaflegur frumsýningardagur var 4. ágúst næsta sumar.

Aðrar myndir á þessari frumsýningarhelgi í maí eru nýja Baywatch myndin, hrollvekjan Annabelle 2, Diary of a Wimpy Kid: The Long Haul og The Nut Job 2.

Í myndinni fylgjumst við með geimskipinu Covenant sem er á leiðinni til fjarlægrar plánetu. Þegar þangað er komið þá finna þau David ( Michael Fassbender ) einn og yfirgefinn, en einnig hinar ófrýnilegu Xenomorph geimverur.

Aðrir helstu leikarar eru Katherine Waterston, Danny McBride, Demián Bichir, Jussie Smollett, Amy Seimetz, Carmen Ejogo og Callie Hernandez. Ridley Scott leikstýrir.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan:

alien