Það eru hvorki meira né minna en fjórar mismunandi útgáfur að koma um söguna af Alexander Mikla. HBO sjónvarpsstöðin er að gera 120 milljón dollara mini-seríu sem Mel Gibson framleiðir, og verður hún gefin út árið 2004. Einnig er Oliver Stone að gera sína útgáfu, og mun Heath Ledger leika aðalhlutverkið. Tökur á henni hefjast 16. október. Martin Scorcese ætlar að gera eina, og mun Leonardo DiCaprio leika aðalhlutverkið, og síðast en ekki síst ætlar Ridley Scott að leikstýra einni fyrir ofurframleiðandann Dino Di Laurentiis ( Hannibal ). Öll eru þetta spennandi verkefni, en ljóst er að eitthvað verður að gefa eftir því enginn möguleiki er á því að allar fjórar komi til með að slá í gegn.

