Áhorf vikunnar (23.-29. jan)

Vikulegi liðurinn snýr aftur… with a vengance!

Kominn tími til. Mikið var frumsýnt nú um helgina og voru The Grey og Man On A Ledge frumsýndar sömu helgi hérlendis og í Bandaríkjunum. Sú fyrrnefnda halaði inn heilar 20 millur en Sam Worthington á brúninni gekk verr en búist var við, með einungis rúmar 8 milljónir dollara.

Einnig hófst Frönsk kvikmyndahátíð hérlendis og hafa líklegast margir skellt sér á The Artist eftir að tilefningarnar til Óskarsverðlaunanna voru kynntar. War Horse rataði í bíóhús hérlendis síðasta föstudag en hún er einnig tilnefnd.

Nú er komið að ykkur, kæru lesendur. Þetta er jafn basískt og alltaf:

Kvikmynd, einkunn
og komment.

Flóðgáttirnar hafa verið opnaðar! Endilega deilið líka ef þið kíktuð á eitthvað úr gamla góða imbakassanum.