Áhorf vikunnar (20. – 26. feb)

Jæja, tími til að kvarta eða hrós óskarsverðlaununum og deila áhorfi. Nicolas Cage sýndi á sér bandbiluðu viltu hliðina á ný um helgina í framhaldinu sem enginn bað um, Ghost Rider: Spirit of Vengance. Soderbergh færði okkur nýju kvikmyndina sína, tryllirinn Haywire, sem hefur fengið klofnar viðtökur meðal bíógesta og gagnrýnenda.

En allir vita að óskarinn hreppti alla athygli um helgina (og tilnefningarnar Hindiberjaverðlaunanna). Flestir muna líklegast mest eftir uppátæki Sacha Baron Cohens á rauða dreglinum, en þið sem fylgdust ekki með hátíðinni í nótt voruð nógu heppin að sleppa runu af lélegum bröndurum-Robert Downey Jr. brandarinn var algjört klúður- og Billy Crystal (hvað gerðist, Billy?).

En þá er komið að ykkur, kæru lesendur; hvað rataði í tækið í vikunni eða greip athygli ykkar í bíóhúsunum? Einfallt og kammó eins og vanalega:

Kvikmynd, einkunn
og komment.

Ó, og Prúðuleikararnir fengu óskarsverðlaun, hversu magnað er það?