Skallar, Cohen-endurkoma, mannsal, og þrælsala. Hvað náði dró ykkur í bíó í vikunni, eða hélduð þið ykkur heima fyrir með vinum og vandamönnum? Það kæmi mér ekki á óvart ef sólskynið kallaði frekar, enda er veðrið búið að flakka á milli hitastiga stanslaust í vikunni.
Jason Statham kom, sá, og sigraði að mati Tomma með myndinni Safe. Sacha Baron Cohen gekk berserksgang í bandaríkjunum, og Bíó Paradís hóf sýningar á heimildarmyndinni The Price of Sex, og leiknu dramamyndinni I Am Slave (ég vona innilega að þið ruglist ekki á henni og Will Smith-ræmu frá 2007). Battleship floppaði í bandaríkjunum og The Avengers halaði inn rúmar 50 milljónir til viðbótar í baukinn.
Höfum þetta einfalt og skemmtilegt eins og alltaf:
Titill – Einkunn og komment.
Eru einhverjir lesendur sérstaklega spenntir fyrir MIB3 eða virðist hún jafn þreytt og sú seinni í seríunni? Og eruð þið með eitthvað uppáhalds sumar áhorf, eins og Jaws eða Forgetting Sarah Marshall? Þið vitið, eitthvað sem kemur ykkur í gírinn fyrir fríið og hitann?