Ævintýramyndin Dungeons and Dragons Honor Among Thieves fór ný á lista alla leið á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi. Myndin er hin besta skemmtun, fyndin og fjörug eins og Kvikmyndir.is komst að um helgina.
Hinn eitilharði leigumorðingi John Wick þurfti, þótt ólseigur sé, að sætta sig við að detta niður í annað sæti aðsóknarlistans, þó aðeins hafi munað einni milljón á tekjum myndanna tveggja á toppnum.
Þriðja sætið enn og aftur hlýtur svo íslenska verðlaunamyndin Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson, en aðalleikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hlaut verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF á dögunum.
Óráð beint í fjórða sætið
Hin nýja myndin sem frumsýnd var um helgina, Óráð, fór beint í fjórða sæti listans með rúma eina milljón króna í tekjur. Kvikmyndir.is sá þá mynd einnig og mælir heilshugar með henni.
Sjáð listann í heild sinni hér að neðan: