Abbababb allra vinsælust

Nýja íslenska dans- og söngvamyndin Abbababb fór rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans á sinni fyrstu sýningarhelgi og skaut þar með ekki minni spámönnum en Hollywoodstjörnunum Juliu Roberts og George Clooney ref fyrir rass í myndinni Ticket to Paradise.

Abbababb er byggð á samnefndri hljómplötu Dr. Gunna.

Um einni milljón króna munaði á myndunum í tekjum en 2.700 manns sáu Abbababb á meðan tæplega tvö þúsund horfðu á Ticket to Paradise, sem er einnig ný á lista.

Þriðja vinsælasta kvikmynd landsins er svo toppmynd síðustu viku, Svar við bréfi Helgu.

Köngulóin yfir 100 milljónir

Aðsóknarmesta kvikmynd landsins í bíó núna er Spider-Man: No Way Home, en hún er nú sýnd í uppfærðri útgáfu. Tekjur af myndinni hér á Íslandi eru nú komnar yfir eitt hundrað milljónir króna.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: