Family Guy – The Movie?

Nú þegar The Simpsons Movie er við það að koma í kvikmyndahús hafa ýmsir velt fyrir sér hvort það verði ekki gerð Family Guy kvikmynd. Seth MacFarlane, höfundur þáttanna, var spurður að þessu og hann sagði að þessi pæling hefði ekki farið fram hjá þeim. Aðaláhyggjuefnið segir hann vera að finna leið til að gera kvikmynd án þess að það bitni á þáttaröðunum. Hann nefndi sem dæmi um lausn á þeim vanda að fá fyrrum handritshöfund þáttaraðarinnar, Ricky Blitt, til þess að byrja á kvikmyndahandritinu.

Aðdáendur Family Guy geta samt ekki búist við að kvikmynd komi á næstunni, því engar eru hugmyndirnar að söguþræði og jafnvel þótt þær væru til staðar tæki það mörg ár að koma þessu í verk, eða svo segir Seth í það minnsta.