Ofurtöffarinn og konungur heimsins James Cameron ( Titanic ) er nú að framleiða myndina The Hanging Tale meðan hann ákveður hvaða mynd hann leikstýrir næst. Mun framleiðslufyrirtæki hans, Lightstorm Entertainment, framleiða myndina fyrir Revolution Studios, í fyrsta sinn sem hann framleiðir fyrir einhvern annan en Fox verið. Handritið að myndinni er skrifað af Danny Rubin ( Groundhog Day ) og verður í anda The Princess Bride. Hún fjallar um kúreka í villta vestrinu sem segir sögur af leit sinni að spænskum fjársjóðum meðan hann bíður eftir því að vera hengdur á torginu. Ágætis upphitun fyrir True Lies 2 !!

