Leikarinn Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið í næstu kvikmynd M. Night Shyamalan, The Happening. Upptökur hefjast í heimabæ Shyamalan, Fíladelfíu, í ágúst. Er myndin væntanleg í bíó 13. júní 2008. The Happening er spennumynd sem fjallar um fjölskyldu á flótta undan öflum sem ógna mannkyninu. Wahlberg, sem var tilnefndur til Óskarsins fyrir hlutverk sitt í The Departed, mun leika vísindakennara sem lendir í hringiðu atburðanna.

