Friðrik Þór tilnefndur til verðlauna

Kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson var í gær tilnefndur til Bodil-verðlaunanna í Danmörku en það eru helstu kvikmyndaverðlaunin sem veitt eru þar í landi. Friðrik er þó ekki tilnefndur fyrir leikstjórn heldur fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir mynd Lars von Triers, The Boss of it All

Ásamt Friðriki Þór eru Bent Mejding og Jens Jørn Spottag tilnefndir til verðlauna fyrir bestan leik í aukahlutverki, báðir fyrir myndina Drømmen.

Mia Lyhne er einnig tilnefnd til verðlaunanna fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir The Boss of it All.

Heimildir fengnar af fréttavefnum www.mbl.is