Gary Foster, framleiðandi væntanlegrar myndar um ofurhetjuna Daredevil talaði í viðtali nú á dögunum um myndina. Myndina vantar enn alveg alla aðalleikara en á þó að fara í framleiðslu nú í nóvember. Foster talaði um hvaða leikara hann vildi helst sjá í hlutverkinu og komu þá öll venjulegu nöfnin upp, svo sem Edward Norton , Matt Damon og fleiri. Síðan stakk hann upp á því sem teljast verður frumlegt val, en það var gæðaleikarinn og fyrrum Nágrannastjarnan Guy Pearce ( Memento , L.A. Confidential ). Það væri frábært að sjá hann takast á við hlutverk glæpabanans blinda Daredevil.

