Saw III

Þetta kemur svosem ekkert á óvart. Saw II fór beint á toppinn í USA, og það vita allir hvað framleiðendur vilja gera þegar þeir vita að pening er að finna í einhverju. Framleiðandi Saw-myndanna, Greg Hoffman, segir hins vegar að þriðja myndin skal vera áætluð, og það að hann ásamt öðrum aðstandendum ætla að gera sitt besta með að klúðra henni ekki (í hans nákvæmu orðum: We will do our best not to f-ck it up!).

Fyrir utan þetta er ekkert fremur vitað um myndina, hvorki leikaraval né leikstjóri. Það er hins vegar gert ráð fyrir að myndin fari í framleiðslu á næsta ári, og er mögulegt (en ekki endanlega staðfest) að hún skili sér í bíóin síðar á því ári (þið hafið kannski tekið eftir hversu gríðarlega snögg framleiðslan var á báðum myndunum).

Saw II hefur þegar grætt yfir $60 milljónir eftir að hafa kostað litlar $4 milljónir í framleiðslu. Myndin verður frumsýnd hér á landi í des.