Church er Sandman!

Það kom svolítið á óvart hversu mikið leyndarmál það var þegar tilkynnt var upphaflega að Thomas Hayden Church (Sideways) yrði eitt illmennið í næstu Spider-Man mynd – en án þess að nokkuð yrði uppljóstrað um nákvæmlega hvern hann myndi leika.
Allavega, þá má sjá (eða kannski ekki) að Sandman sé aðilinn sem við munum sjá spreyta sig eitthvað í myndinni.

Aðstandendur Sony Pictures voru svo örlátir með að gefa út þessar upplýsingar fyrir stuttu ásamt einni þrusuflottri mynd sem sýnir ‘alter-egóið’ hjá Sandman, Flint Marko.
Þetta hljómar satt að segja vel safaríkt, sérstaklega ef bætt er því við að Topher Grace muni stíga á sviðið sem hinn ávallt sígildi Venom. Bíðum spennt…
Spider-Man 3 kemur í bíó – eins og margoft hefur verið áður sagt – í kringum maí 2007.

Njótið heil.