Það er aldrei gott merki í Hollywood ef mynd er sett á biðlistann. En Pink Panther myndin nýja sem skartar Steve Martin í aðalhlutverki hefur verið færð enn á ný.
Upphaflega var ákveðið að frumsýna hana vestanhafs í ágúst, síðan færðist það yfir í september. Núna hefur MGM annars ákveðið að bíða með þessa gamanmynd þar til í febrúar 2006…
Ástæðan er nokkuð óljós, en hingað til er vitað að prufusýningar skiluðu sér ekki vel og voru skoðanir á myndinni farnar að leka á netið með heldur neikvæðum athugasemdum. Aðstandendur vilja þó halda áfram að vera bjartsýnir og segjast þeir hafa trú á því að þessi nýja Pink Panther sería gæti átt góða framtíð.
Hver veit nema þeir nýti sér þessa auka mánuði til að ‘fínpússa’ myndina, annars hefur orðið mjög neikvætt “buzz“ í kringum hana og er talið að það þurfi mikið til að auka væntingar meirihlutans.

