Það tók kannski smátíma en trailerinn sem allflestir höfðu beðið eftir er loks kominn hingað á vefinn (í tröllastærð!!). Meirihlutinn virðist vera mjög sáttur við þetta sýnishorn og geta menn aðeins vonað að þessi þriðja og væntanlega seinasta í röðinni verði biðinnar virði.
Fyrir áhugasama þá er fínt að benda á að glænýr Sin City trailer er einnig kominn inn og er hann alls ekki síðri.

