Sam Raimi er eins og margir vita um þessar mundir að glíma við stefnu Spider-Man seríunnar með lokamyndinni sem kemur í bíó 2007. Nú eru komnar miklar viðræður um að hann snúi sér síðar að draumaverkefninu sínu í mörg ár, sem er fjórða Evil Dead myndin. Raimi segist lengi hafa viljað gera þessa mynd og hefur ekki unnið almennilega með góðvini sínum, Bruce Campbell, síðan Army of Darkness árið ’93.
En þetta er ekki það eina nýja í Evil Dead-umræðunni. Raimi er löngu búinn að tilkynna það að endurgerð á upphaflegu myndinni sé farin í framleiðslu. Hann mun hins vegar ekki koma nálægt leikstjórasætinu né Campbell að einhverju leyti. Hann segist fremur vilja leyfa öðrum (hugsanlega óreyndum) leikstjóra að flytja sína eigin útgáfu af Evil Dead yfir á tjaldið. Þessi endurgerð mun hafa nákvæmlega sama söguþráð og í fyrstu myndinni (4 vinir – skógur – hrollvekjandi hlutir), mest áberandi munurinn mun aftur á móti verða sá að miklu meira fjármagn verður notað í þessa.
En framleiðsla þessarar endurgerðar er í fullum gangi og gengur víst mjög vel. Fjórða myndin er annars bara á upphafsstigi og eru einu staðreyndirnar þær að báðir Raimi og Campbell séu til í enn eitt B-horror ævintýrið, líkt og aðdáendurnir eflaust.

