Ég fann hérna þetta geysiskemmtilega plakat og stóðst ekki mátið, varð að setja það til sýnis hérna. Þetta er verulega fyndið (óviljandi væntanlega) og ég get ekki annað en fundið til með Vin Diesel kallinum. Ég vona nú að maðurinn fari ekki að sökkva niður á sama plan og Eddie Murphy hefur gert (ef þið útilokið Shrek myndirnar). Svipbrigði hans á myndinni segja meira en þarf, hann er greinilega í þjáingu…

