Cameron í comeback-i

Hinn víðfrægi leikstjóri James Cameron (sem þarf vart að kynna með nafni, en fyrir þá nýliða sem ekki vita þá stendur hann á bakvið titla eins og Titanic, The Abyss og fyrstu tvær Terminator myndirnar) er LOKSINS kominn úr felum og er búinn að tilkynna næstu mynd sína.

Eftir velgengni Titanic (sem var fyrir rúma 7 árum síðan) tók hann sér langt hlé frá leikstjórn og fór meginlega að framleiða þætti (Dark Angel t.d.) og sá um nokkrar heimildarmyndir nýlega (Ghosts of the Abyss og Aliens of the Deep), en ekkert rosalegt fyrir ferilskránna. Næsta Hollywood myndin hans ber heitið BATTLE ANGEL ALITA. Þetta er víst einhvers konar vísindaskáldsaga sem Cameron segist hafa tekið mörg ár fyrir hann til að skrifa. Það áhugaverða við myndina er einmitt að meginpersóna hennar verður öll sköpuð gegnum tölvutækni (CGI – ekki ósvipað og með Hulk) og verður stór hluti myndarinnar tekinn með 3-D tækni eins og Cameron notaði í síðustu heimildarmyndunum sínum.
Ekkert hefur heyrst frá leikaravali né áætluðum frumsýningardegi en talið er að myndin taki eitthvað um eitt og hálft ár í framleiðslu.