Star Wars teaser kominn!

Það hlaut að koma að því. Nú geta menn loksins borið augum á fyrsta sýnishornið af Star Wars: Revenge of the Sith, og erum við auðvitað búnir að skella honum hér inná vefinn. ‘Teaserinn’ lítur vægast sagt glæsilega út og er auðséð að þessi síðasta Star Wars mynd eigi eftir að verða sú svartasta í röðinni.