Það hljóta flest allir að þekkja til nýjasta verkefnis Robert Rodriguez, Sin City, enda er þetta er eitthvað glæsilegasta samansafn af frægum nöfum síðari ára. Í síðustu frétt minni varðandi þessa mynd fóru greinilega nokkur nöfn framhjá mér en hér er allavega allur listinn: Bruce Willis, Mickey Rourke, Josh Hartnett, Elijah Wood, Benicio Del Toro, Michael Clarke Duncan, Jessica Alba, Rosario Dawson, Maria Bello, Jamie King, Carla Gugino, Brittany Murphy, Nick Stahl, Michael Madsen, Clive Owen (sést bráðlega í King Arthur) og ýmsir fleiri eru öll búin að vera skellt inn í þessa einu mynd.
Fyrir þá sem ekki þekkja til sögu Franks Miller þá er Sin City byggð á teiknaðri skáldsögu (graphic novel) sem felur inni í sér litlar smásögur sem allar tengjast hinni drungalegu, glæpsömu veröld í borginni Basin City. Sögurnar eru allar ótrúlega vel skreyttar af film-noir stemmningu, og bera þær heitið “A Dame To Kill For“, “The Big Fat Kill“ (sjá mynd) og “That Yellow Bastard.“
Einnig sagði Clive Owen í viðtali við Empire frá nokkrum athyglisverðum punktum varðandi þessa mynd:
Quentin Tarantino kíkti við á settið (þeir Rodriguez eru félagar, fyrir þá sem ekki vissu) og leikstýrði heilli senu með Owen og Benicio.
Öll myndin er tekin upp fyrir framan grænan bakrunn (green screen – svipað og með nýju Star Wars) svo Rodriguez geti fangað þessu magnaða andrúmslofti Millers í eftirframleiðslunni án þess að of miklu sé eytt í sviðsmyndir.
Owen tók einnig fram að myndin mun verða verulega trú uppruna sínum, svo að aðdáendur Franks Miller verða ekki fyrir vonbrigðum líklegast.
Hljómar alls ekki slæmt.

