Nýjasta mynd Michael Moore, Fahrenheit 9/11, opnaði á efsta sæti bandaríska topplistans fyrir síðustu helgi og tók inn rétt tæplega 22 milljónir dala. Þetta gerir myndina á svipstundu að tekjuhæstu heimildarmynd sem hefur verið gerð í Bandaríkjunum og þar af leiðandi væntanlega í heiminum líka. Þetta eru aðeins tekjur fyrstu sýningarhelgarinnar, sérfræðingar spá því að myndin geti endað í 80 til 100 milljónum dala. Fahrenheit 9/11 gagnrýnir Bush forseta fyrir gjörðir sínar eftir 11. september og fleira og er ljóst að með myndinni vonast Michael Moore til þess að hafa áhrif á forsetakostningarnar í nóvember. Af þessum tölum að dæma er það ekki langsótt markmið…

