Jæja, þetta ætti víst ekki að koma mörgum á óvart, en hin marglofaða breska hrollvekja, 28 Days Later , hefur fengið staðfestingu á framhaldsmynd. Myndin var gerð fyrir litlar 8 milljónir og græddu sumsé meira en spáð var fyrir. Framhaldsmyndin – sem á greinilega að heita 28 Weeks Later – á að gerast rétt eftir viðburði fyrri myndarinnar – eða svo er orðað – en óvíst er með leikaraliðið. Cillian Murphy (meginpersóna fyrri myndarinnar) er ekki búinn að staðfesta þátttöku sína, en hann er nú einmitt í miðjum upptökum á Batman Begins þar sem hann bregður sér í hlutverk illmennisins ‘Scarecrow.’ Danny Boyle mun heldur ekki leikstýra þessum pakka, heldur hefur hann ákveðið að framleiða. Það verður samt vægast sagt gaman að sjá hvort hægt sé að gera gott framhald á breskum ‘cult-horror’ (væntanlega betri en kanarnir a.m.k. – ef sama handritshöfund er að ræða). Það er spursmál hvort þetta hljómar vel dæmt frá þessum upplýsingum, en maður veit aldrei.

