Trílógíur verða æ vinsælli!

Eftir velgengni mynda eins og Lord of the Rings, Kill Bill (sem var og er þó í raun ein mynd) og Matrix framhöldin er það nú orðin vinsæl hreyfing hjá framleiðendum að gefa út myndir sem koma út með löngu millibili líkt og sápuóperur. Nú eru viðræður um að gera þriðju Pirates of the Caribbean myndina. Mynd nr. 2 (sem ber heitið POTC: Treasure of the Lost Abyss) er væntanleg kringum 2006 og er áætlað að þriðja myndin kæmi út um hálfu ári síðar (eins gott að þetta sé ekki Miramax, annars tæki það örugglega lengri tíma). Keith gamli Richards (fyrirmynd Johnny Depp fyrir persónuna Jack Sparrow) mun taka sig hlé í tónlistarbransanum til að fara með hlutverk föður Depps í öðru framhaldinu. En það eru ekki bara sjóræningjarnir í Karabíuhafinu sem fá þessa meðferð, heldur er einnig rætt um að gera það sama með X-Men 3 og 4 (sú þriðja er einnig áætluð árið 2006).