Fjórða Childs Play myndin mun líta dagsins ljós á næstunni, því samningar um gerð hennar voru að nást. Hún verður nánast beint framhald af Bride of Chucky og ber heitið Seed of Chucky. Í henni munu morðhjónin í dúkkulíki reyna að eignast djöflabarn í dúkkulíki til þess að halda hefðinni áfram. Myndin verður framleidd og leikstýrð af Don Mancini, en hann er maðurinn sem fann upp seríuna og hefur komið nálægt öllum myndunum á einn eða annan hátt.

