Bay gerir Amityville

Furðudýrinu og leikstjóranum Michael Bay gekk svo óskaplega vel með fyrstu myndina sem hann framleiddi sjálfur, endurgerðina af The Texas Chainsaw Massacre, að hann hefur ákveðið að halda áfram í sömu mynt. Næst á dagskránni er það síðan Amityville Horror, en gamla myndin var minniháttar smellur árið 1979 með James Brolin og Margot Kidder. Sú var byggð á víst sannsögulegri bók eftir Jay Anson, og fjallaði um það hvernig reimt er í húsi einu sem ungt par flytur inní. Húsið fer að reyna að fá parið til þess að flytja og láta sig í friði með ýmsum uppákomum. Eins og áður segir mun Bay framleiða endurgerðina, og ætlar hann að láta einhvern ungan og óreyndan auglýsinga og/eða myndbandaleikstjóra hafa verkefnið til þess að sanna sig í hinum harða heimi kvikmynda.