Eftir að of háar væntingar um velgengni xXx stóðu ekki undir sér, hættu bæði leikstjórinn Rob Cohen og stjarnan Vin Diesel við að gera framhöld af henni eins og áformað hafði verið. Þess í stað hefur Ice Cube verið ráðinn til að fara með aðalhlutverk XXX2, og henni verður leikstýrt af Lee Tamahori, en hann leikstýrði einmitt síðustu og verstu Bond myndinni, Die Another Day. Í myndinni mun Cube leika nýjan njósnara fyrir NSA, öryggisstofnun Bandaríkjanna, og mun myndin vera mun meira um njósnir og slíkt, heldur en stór áhættuatriði og hasar eins og fyrri myndin. Handrit myndarinnar er skrifað af Simon Kinsberg, og tökur hefjast snemma á næsta ári ef allt gengur að óskum.

