Tökur lengjast á Majestic

Tökur á nýjustu kvikmynd Jim Carrey(How the Grinch Stole Christmas!, Liar Liar, Dumb and Dumber)undir leikstjórn Frank Darabont (The Green Mile, The Shawshank Redemption) hafa tafist sökum fullkomnunaráráttu þeirra félaga. Þeir vinna víst nótt við dag, allt að 18 tíma á sólarhring til þess að gera myndina eins góða og hægt er. Í myndinni mun Jim Carrey leika leikstjóra sem missir minnið og er tekinn í misgripum fyrir son eldri hjóna sem eiga heima í smábæ. Þar tekur hann að sér að endurreisa niðurnýtt kvikmyndahús bæjarins ásamt því að finna aftur sjálfan sig. Allar líkur eru á því að þetta verði mynd sem verði þess verð að fylgjast með.