Mira Sorvino og skurðurinn

Lítið hefur farið fyrir leikkonunni Mira Sorvino eftir að hún fékk óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmynd Woody Allen, Mighty Aphrodite. Hún hefur nú landað einu af aðalhlutverkunum í framtíðartryllinum Final Cut, þar sem hún leikur á móti Robin Williams og Jim Caviezel. Myndin gerist í framtíðinni þar sem sett er í alla tölvukubbur við fæðingu sem skráir alla atburði lífsins. Eftir lát þeirra eru helstu atburðirnir klipptir saman í hálfgerða kvikmynd sem eftirlifandi fjölskyldumeðlimir geta notið til minningar um hinn látna. Klippari einnar slíkrar myndar uppgötvar við klippingu op inn í sína eigin dimmu fortíð og reynir í framhaldi af því að upplýsa sín eigin földu leyndarmál. Myndinni verður leikstýrt af tiltölulega óþekktum leikstjóra, Omar Naim að nafni.