Cult leikstjórinn John Waters, sem er maðurinn á bak við goðsagnakenndar myndir eins og Pink Flamingos, Cry Baby og Cecil B. DeMented, er að undirbúa tökur á nýrri mynd. Heitir hún A Dirty Shame, og í henni munu leika Selma Blair, Johnny Knoxville, Paul Giamatti og kona á fimmtugsaldri sem enn hefur ekki verið ráðin í aðalhlutverkið sjálft. Mun hún þurfa að leika eiganda búðar sem verður fyrir heilahristingi og ánetjast kynlífi í kjölfarið. Myndin er gerð í samvinnu við This Is That og Killer Films og tökur eiga að hefjast síðar á árinu.

