Þegar tölvuteiknimyndin Ice Age sló í gegn, fór Fox kvikmyndaverið og Blue Sky Studios að plana næstu myndir sem þeir gætu gert saman. Niðurstaðan er tölvuteiknimyndin Robots, og hafa þeir fengið í lið með sér frítt föruneyti leikara til að sjá um raddir. Ewan McGregor, Halle Berry, Drew Carey, Jim Broadbent og Stanley Tucci svo fáeinir séu nefndir. Myndin fjallar um vélmenni og ævintýri þeirra, verður leikstýrt af Chris Wedge og er frumsýnd í mars 2005.

