Jack Black er bestur í tölvuleikjum

Hinn skemmtilegi Jack Black mun framleiða og að öllum líkindum fara með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Rad Brad – Modern Warrior. Myndin fjallar um heimsins besta tölvuleikjaspilara sem er ráðinn af hernum til þess að stjórna ofurvélmenni einu sem þeir hafa þróað, og berjast með því við uppreisnarseggi innan hersins. Handritið er skrifað af Philip Stark, sem þekktastur er fyrir að hafa skrifað handritið af Dude, Where´s My Car? og væntanlegu framhaldi hennar. Enginn leikstjóri hefur enn verið ráðinn.