McGregor í Stay

Ewan McGregor á nú í lokaviðræðum um að taka að sér aðalhlutverk kvikmyndarinnar Stay, sem leikstýrt verður af Marc Forster ( Monster’s Ball ). Handrit myndarinnar var keypt fyrir litlar 1.8 milljónir dollara, svo hér er á ferðinni heitt efni. Myndinni hefur verið líkt við The Sixth Sense, og í henni myndi McGregor leika sálgreini sem reynir að koma í veg fyrir að einn af nemendum hans fremji sjálfsmorð.