Framhald af Old School?

Eftir óvænta velgengni Old School, er að sjálfsögðu kominn vilji til þess að gera framhald af henni. Það er meira að segja innifalið í samningi sem leikstjórinn/framleiðandinn Ivan Reitman gerði við Dreamworks kvikmyndaverið í gegnum Montecito Pictures framleiðslufyrirtæki sitt. Það mun þó kosta mun meira en áður að fá leikarana Will Farrell, Luke Wilson og Vince Vaughn til þess að endurtaka hlutverk sín, því launakröfur þeirra allra hafa aukist mjög. Verið er að vinna í því að fá leikstjórann Todd Phillips ( sem nú er að kvikmynda Starsky & Hutch með Ben Stiller og Owen Wilson ) til þess að taka aftur að sér leikstjórn. Ef það hefst, má búast við því að handrit verði tilbúið innan tíðar.