Þriðja Men In Black?

Sony/Columbia eru að íhuga að leggja í þriðju Men in Black myndina. Undirbúningsþróunarvinna er hafin við myndina, byggð á hugmynd Tommy Lee Jones og Will Smith. Leikstjórinn Barry Sonnenfeld er að þróa hugmyndina, en ef hann hættir við einhversstaðar á leiðinni, þá er búist við því að Jones og Smith fylgi á hæla hans. Erfitt er að sjá hvernig þessi þriðja mynd gæti skilað hagnaði, því það þarf að borga þeim þremur, Smith, Jones og Sonnenfeld háar summur, ásamt því að framleiðandinn Steven Spielberg hirðir einnig vænan bita af hagnaði myndarinnar.