Eftir óvænta velgengni Old School, hefur gamanleikaranum Will Farrell gengið allt í haginn. Fyrir hans næstu mynd, sem nefnist Action News og er gæluverkefni hans, mun hann fá 4 milljónir dollara. Fjallar hún um sérstaklega sjálfsánægðan aðalfréttaþul á sjónvarpsstöð einni í Portland í Bandaríkjunum á 8. áratugnum. Stöðin ræður unga konu til móts við hann, og verður hann hræddur um starf sitt, því hún er bæði klár og heiðarleg. Farrell skrifaði sjálfur handritið, ásamt gömlum félaga sínum úr Saturday Night Live þáttunum, Adam McKay. McKay mun síðan leikstýra myndinni. Myndin verður gerð fyrir Dreamworks kvikmyndaverið.

