Ævisaga Johnny Cash

Það á að gera kvikmynd um ævi söngvarans goðsagnakennda Johnny Cash. Joaquin Phoenix mun leika söngvarann svartklædda, meðan skvísan Reese Witherspoon mun leika June Carter, konu hans. Myndin nefnist Walk The Line, og verður leikstýrt af James Mangold ( Kate & Leopold ). Myndin mun einblína á það tímabil þegar Cash var að brjótast inn í bransann sem ungur maður og tökur á henni munu hefjast í haust.