Fullt af stjörnum í lítilli mynd

Leikstjórinn/handritshöfundurinn David O. Russell fékk aldeilis fínar viðtökur fyrir sína fyrstu mynd, sem var Three Kings. Hann er nú að undirbúa nýja mynd, sem gerð verður fyrir einungis 20 milljónir dollara. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að fullt af stórum nöfnum í Hollywood, eins og Gwyneth Paltrow, Jude Law, Mark Wahlberg, Dustin Hoffman og Jason Schwartzman, hafi boðað komu sína. Þau munu öll leika í myndinni, sem fjallar um ungt par sem leysir lífsgátuna fyrir fólk gegn gjaldi. Myndin verður sameiginlegt verkefni Miramax og Warner Bros. og búist er við því að tökur hefjist í sumar.