Söngfuglinn og unglingastjarnan Mandy Moore mun leika aðalhlutverkið í sinni annarri mynd, en sú fyrsta heitir A Walk to Remember. Sú nýja nefnist Havoc, og í henni fáum við að sjá alveg nýja hlið á hinni siðsömu Moore. Myndin fjallar um ríka úthverfakrakka sem herma eftir þeim glæpónalífstíl sem þau sjá í tónlistarmyndböndum. Líferni þeirra kemur þeim síðan í kynni við alvöru glæpagengi í Los Angeles, og þá komast þau í klípu. Í myndinni leikur Moore unglingsstúlku sem festist í vítahring eiturlyfja, glæpagengja og kynlífs. Myndinni verður leikstýrt af Stephen Gaghan ( Abandon ) og tökur hefjast í apríl.

