Nicole Kidman og Brad Pitt munu sameina krafta sína í kvikmyndinni Mr. And Mrs. Smith. Í myndinni munu þau leika hundleið hjón, sem þó eru bæði leigumorðingjar, án vitneskju hvors annars. Þau komast síðan að því, sér til skelfingar, að þau eru næsta fórnarlamb hvors annars, og þá fer nú að hitna í kolunum. Myndinni verður leikstýrt af Doug Liman ( The Bourne Identity ), en tökur hefjast ekki fyrr en seint á þessu ári, eða í byrjun næsta árs.

