Partý hjá Roach

Leikstjóri kvikmyndanna Meet the Parents og Austin Powers: International Man of Mystery myndanna beggja, Jay Roach, mun framleiða og leikstýra endurgerð kvikmyndarinnar The Party frá 1968. Sú mynd skartaði snillingnum Peter Sellers í aðalhlutverki, en enn hefur ekki verið ákveðið hver muni fara með aðalhlutverkið í þessari. Handrit myndarinnar verður skrifað af Jim Herzfeld, en hann skrifaði einmitt í samfloti handritið að Meet The Parents. Myndin verður framleidd fyrir MGM og Dreamworks kvikmyndaverin, og fjallar um mann sem óvart flækist inn í partý með stórum kvikmyndastjörnum, og veldur gríðarlegum usla þar.